-10.3 C
Selfoss

Úr dagbók lögreglunnar á Suðurlandi

Vinsælast

Í nógu var að snúast hjá lögreglunni á Suðurlandi í síðustu viku eins og dagbókarfærslur bera með sér hér að neðan.

Fimm mál tengd dýrum

Á Hellu var ekið á kött sem drapst við það. Ómerktu villiköttur að talið er. Á Þykkvabæjarveginum var ekið á hross. Mikið tjón varð á ökutækinu en ekki var vitað um ástand hrossins þar sem það hljóp út í myrkrið. Þá var ekið á lamb á Meðallandsvegi sem drapst. Laus hundur hljóp í veg fyrir bíl á Suðurlandsvegi við Laugardæli. Ökumaður nauðhemlaði og tókst að forða árekstri. Hundurinn hvarf og eigandinn hvergi sjáanlegur.

Einkennilegt mál er í meðferð hjá lögreglunni í Vík. Þar tók sig til hundur nokkur af Huskytegund og át gæs sem varð á vegi hans. Sá sami er grunaður um að hafa drepið og étið kött fyrr á árinu er hann sleit sig lausan frá eiganda sínum.

Blýfætur með síma í hönd

68 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku. Þá voru höfð afskipti a ftveimur aðilum sem grunaðir eru um að hafa ekið bifreiðum sínum undir áhrifum fíkniefna. Í báðum tilfellum reyndust ökumenn hafa fíkniefni í vörslum sínum. Þrír ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um að aka bifreiðum sínum ölvaðir. Einn þeirra var þar með að landa sínum sjöunda ölvunarakstri en annar tekinn í 12 sinn. Báðir hafa ítrekað ekið sviptir ökurétti.

Átta ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma sinn án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna.

Tveir brunar

Tveir brunar urðu í umdæminu. Í öðrum þeirra eyðilagðist sumarhús í Brekkuskógi þegar eldur varð laus þar.   Vísbendingar eru um að eldur hafi kviknað út frá rafmagni en málið er í vinnslu tæknideildar LRH og Mannvirkjastofnunar.     Þá kom upp eldur í rafmagnsverkstæði á Hellu í gærkvöldi.   Unnið er að rannsókn þess máls og að venju er það sérfræðingar tæknideildar LRH sem munu sinna því.   Ekki er vitað um eldsupptök þar.

Samstarf eflt og áhugi á auknum forvörnum

Hverfislögreglumaður í Ölfusi fundaði með forvarnarteymi sveitarfélagsins í liðinni viku um skipulag þeirra mála í vetur.   Mikið og gott samastarf er við félagasmálayfirvöld allstaðar í umdæminu og mikill áhugi hjá þeim til að takast á við verkefni tengd forvörnum.   Lögreglufulltrúi rannsóknardeildar hélt í vikunni 6 fyrirlestra í Vallaskóla á Selfossi um ýmis mál tengd börnum s.s. netglæpi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot o.fl. Um árlegt verkefni er að ræð

 

 

Nýjar fréttir