-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Kvenfélag Selfoss gefur klúbbnum Strók veglega gjöf

Kvenfélag Selfoss gefur klúbbnum Strók veglega gjöf

0
Kvenfélag Selfoss gefur klúbbnum Strók veglega gjöf

Þann 30. september sl. afhenti Kvenfélag Selfoss Klúbbnum Strók gjöf að upphæð kr. 800.000.- til styrktar starfsemi klúbbsins að Skólavöllum 1 á Selfossi. Gjöfin mun nýtast vel í það forvarnar- og endurhæfingarstarf sem Strókur sinnir til einstaklinga á Suðurlandi sem eru utan vinnumarkaðar sökum andlegra eða félagslegra aðstæðna. Dagbókin Jóra er helsta fjáröflun Kvenfélags Selfoss og hefur félagið gefið ágóða sölu hennar til ýmissa málefna í nærumhverfi sínu. Nú er Jóra að koma út í  28. skiptið og mun sala á henni vera í gangi á næstu dögum og áfram meðan birgðir endast. Klúbburinn Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi sem vilja sinna virkni og endurhæfingu í kjölfar andlegra veikinda eða til að rjúfa félagslega einangrun. Þeir sem vilja kynna sér starfsemi Stróks er bent á Facebook síðu félagsins. Stjórn Stróks, starfsmenn og félagar í klúbbnum færa konum úr Kvenfélagi Selfoss innilegar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.