-5 C
Selfoss

Ökuland flytur í Fjölheima

Vinsælast

Á dögunum handsöluðu Guðni Sveinn Theodórsson og Sigurður Sigursveinsson samkomulag Ökulands ökuskóla og Háskólafélags Suðurlands um aðstöðu fyrir skrifstofu og kennslustofur.

Ökuland sérhæfir sig í auknum ökuréttindum á íslensku og ensku, endurmenntun bílstjóra, vinnvélanámskeiðum auk bifhjólanámskeiða. Einnig hefur Ökuland ferðaskrifstofuleyfi og hefur undanfarin ár skipulagt hópferðir til Evrópu.

Sigurður sagði við þetta tækifæri að Háskólafélagið fagni því að fyrirtækið hafi fast aðsetur í Fjölheimum. Fjölheimar er þekkingarsamfélag og Ökuland er kærkomin viðbót í þann góða hóp. Hann bætti við að Fjölheimar bjóða nú upp á það nýmæli  að leigja skrifstofuaðstöðu staka daga, t.d. einu sinni í viku, í vel útbúnu fjölnotarými. Alkunna er að fjöldi héraðsbúa keyrir daglega yfir Hellisheiðina til vinnu og þannig er vilji í Fjölheimum að leggja lóð á vogarskálar til að draga úr kolefnisspori Sunnlendinga.

Ökuland verður með námskeið í vetur og næsta meiraprófsnámskeið verður nú í október. Nánar inná okuland.is

 

 

 

 

 

Nýjar fréttir