-1.1 C
Selfoss

Selfyssingar með fullt hús stiga

Vinsælast

Selfyssingar mættu Fylki í kvöld í 3. umferð Grill 66-deild kvenna í handbolta. Fyrir leikinn hafði Selfoss unnið báða leiki sína í deildinni á meðan Fylkir hafði unnið einn og tapað einum.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn það sem liðin skiptust á að skora. Allt stefndi þó í að Fylkir mundi leiða í hálfleik en Selfyssingar náðu að knígja fram jöfnunarmark á lokasekúndu fyrri hálfleiks, staðan 11-11. Hálfleikshléið fór greinilega vel í Selfyssingana en þær skelltu í lás í vörninni og náðu að halda Fylki í aðeins 6 mörkum í seinni hálfleik. Lokatölur 22-17 fyrir Selfyssingum, sem ennþá eru ósigraðar í deildinni.

Stig Selfyssinga: Katla María Magnúsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 2, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1 og Katla Björg Ómarsdóttir 1.

Nýjar fréttir