Í gær var kynningarfundur hjá Körfuknattleikssambandinu þar sem kynntar voru spár fyrir komandi tímabil í Dominos- og 1. deildum. Voru það formenn, fyrirliðar og þjálfara sem sáu um að spá fyrir um gengi liðanna.
Helst ber til tíðindina að samkvæmt spánni, þá fer Hamar upp í deild hinna bestu eftir tímabilið, enda eru þeir búnir að styrkja sig töluvert fyrir komandi átök í vetur. Á meðan er Selfyssingum spáð misgóðu gengi en þeim er spáð 6. sæti.
Þór Þorlákshöfn er spáð 9. sæti og samkvæmt því rétt missa af úrslitakeppninni í Dominos-deild karla.
Kvennaliði Hamars er svo spáð síðasta sæti í 1. deild kvenna.
Dominos-deild karla1. KR 329 Mest hægt að fá 348 stig, |
1. deild karla1. Hamar 254 Mest 264 stig, |
1. deild kvenna1. Njarðvík 186 Mest 216 stig, |