Takk fyrir áskorunina Dragna. Þessi súpa er frábær og einföld. Súkkulaðikakan er afar vinsæl hjá barnabörnunum.
Kratfmikil gúllassúpa
1 kg gúllas, t.d. folaldagúllas
300 gr. laukur, saxaður smátt
300 gr. gulrætur, skornar í bita
50 gr. sellerí skorið smátt
2-3 tsk. tómatpúrra
2 dósir tómatar
og svipað magn af vatni
1 teningur af nautakrafti
500 gr. kartöflur, mér finnst betra að nota sætar
2-3 tsk. maldonsalt, venjulegt salt dugar
1-2 tsk. hvítur pipar
1 msk. sæt paprika
1 msk. sterk paprika
1 msk. malað kúmen
hálf tsk. cayennapipar
3 lárviðarlauf
Set stundum smá kryddosta úr öskjum ef ég á í ísskápnum t.d. piparost eða mexíkóskan ost.
Aðferð:
Laukur sellerí og gulrætur í pott með smá ólívuolíu og látið malla smá stund. Passa að hræra á meðan svo það brenni ekki.
Kjötið næst útí ásamt kryddinu. Látið brúnast og taka smá lit.
Næst tómatpúrran og tómatarnir.
Svo kartöflurnar útí og teninginn og leyfi þessu að malla eins lengi og hægt er. Svo má að sjálfsögðu nota meira af grænmeti ef vill og kryddi eftir smekk.
En gott að leyfa henni að malla lengi.
Má setja meiri vökva eftir þörfum.
Súkkulaðikaka í eftirrétt:
164 gr. hveiti
166 gr. sykur
1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
2 1/2 msk. kakó, dökkt
1 egg
1 1/2 dl mjólk
3/4 dl matarolía
1 tsk. vanilludropar
Kveikið á ofninum og stillið á 180°C
allt hráefnið sett í skál og hrært gróflega, ekki mikið.
Sett í tvö lítil form eða eitt stórt,
má tvöfalda uppskriftina og setja í ofnskúffu, þó ekki mjög stóra.
Bakið í miðjum ofni í 15-20 mín.
Súkkulaðibráð
3 dl flórsykur
3 msk. kakó, dökkt
3-4 msk. vatn hitað
2 msk. bráðið smjör
Ég nota kaffi í staðinn fyrir vatnið
og hita saman smjörið og kaffið
í örbylguofni eða potti og blanda þessu vel saman. Sett yfir kökuna.
Verði ykkur að góðu. Skora á son minn, Hróbjart Heiðar Ómarsson að vera næsti matgæðingur vikunnar.