Margt var um manninn á BRIM kvikmyndahátíð sem haldin var á Eyrarbakka í dag. Bæði voru myndir og fyrirlestrar vel sótt. Meðal annars var sýning á mynd sem 9. bekkur grunnskólans á Eyrarbakka framleiddi. Þá voru fyrirlestrar í Rauða húsinu af ýmsum toga. Á Litla-Hrauni var fyrirlestur um flokkunarmál, endurvinnslu og hvernig fangelsið stendur í þeim málum. Að því loknu var sýnd kvikmynd í íþróttasal fangelsisins. Meðal gesta voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar. Hér að neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá deginum.