-5.5 C
Selfoss

Af Umhverfismálum í Svf. Árborg

Vinsælast

Umhverfismál eru sífellt að verða stærri þáttur í rekstri sveitarfélaga, mikill áhugi er hjá bæjaryfirvöldum í Svf Árborg að taka stærri skref á næstunni í umhverfis og umgengismálum almennt í sveitarfélaginu. Einn hluti af því markmiði  er gerð nýrrar umhverfis og auðlindastefnu fyrir sveitarfélagið, sem er í vinnslu og nefndin skilar af sér nú í haust. Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil vakning hefur verið á undanförnum árum, varðandi umgengni við umhverfi og náttúru. Umhverfisvernd og umgengni í okkar nánasta umhverfi koma að flestu sem við tökum okkur fyrir hendur í daglegu lífi, hvort sem það snýr að framkvæmdum eða í okkar persónulegu athöfnum. Í samfélagsumræðunni og í fjölmiðlum að undanförnu hafa umhverfismál verið hávær og fyrirferðarmikill. Það er því ekki furða að almenningur velti fyrir sér hvað við sem einstaklingar getum gert til þess að bæta umhverfi okkar. Öll getum við lagt okkar að mörkum til þess að gera umhverfisumræðuna skemmtilega , og í leiðinni bætt og fegrað okkar nánasta umhverfi. Næstkomandi laugardag þann 28 sept verður haldin á Eyrarbakka Brim kvikmyndahátíð, sem einstaklingur búsettur á Eyrarbakka hefur haft veg og vanda að. Markmið og hlutverk hátíðarinnar er að fræða og vekja athygli á einu stærsta umhverfisvandamáli samtímans. Í boði verður fjölbreytt dagskrá um mengun af völdum plasts. Meðal annars mun unglingastig BES kynna verkefni sem þau hafa unnið sérstaklega fyrir Brim kvikmyndahátíð. Verkefnið samanstendur af stuttmynd og miðlunartengdu efni um plastmengun sjávar, en þetta áhugaverða verkefni unnið með samþættingu námsgreina, þ.e. náttúrufræði, ensku og upplýsingartækni. Verk nemenda er sýnt í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka og verður myndin sýnd reglulega í safninu frá kl 13.00 til 17.00. Í tengslum við hátíðina mun sveitarfélagið standa fyrir strandhreinsun fyrri hluta laugardagsins. Undirritaður hvetur íbúa og alla þá sem tök hafa á að taka þátt þessu verðuga og áhugaverða verkefni.

 

Eggert Valur Guðmundsson, formaður Umhverfisnefndar Svf. Árborgar

Nýjar fréttir