Góður vinur minn skoraði á mig og þar sem að nú er uppskerutími í Serbíu og allt angar af grænmeti og ávöxtum, ákvað ég að henda nokkrum serbneskum uppskriftum fram úr erminni.
Papríka með hakki frá Serbíu
8-10 rauðar papríkur
3-4 gulrætur
500 g.hakk
3laukar
100 g.hrísgrjón
pipar og salt
Flysjið laukin og skerið í sneiðar. Brúnið laukinn í olíu. Rífið niður gulrætur og setjið út í. Síðan er hakkið hitað á pönnu með pipar og salti. Eftir að hrísgrjónin hafa verið soðin pá er papríkan skorin í helming og hún fyllt. Lokið paprikíkunni með 1 sneið af tómat. Láta smá vatn í pott og setjið papríkuna út í og látið sjóða í 1 ½ tíma.
Ath. alls ekki setja of mikið vatn og gott er að hreyfa aðeins við pottinum á meðan. Á eftir er papríkan sett í ofn í 15 mín í 200 C.
Maísbrauð (Cornbread)
2 bollar (2,5 dl) maísmjöl (polenta)
2 bollar hveiti
2 tsk. lyftiduft
2 bollar kotasæla
4 egg
1/2 bolli olía
mjólk eftir þörfum
Öllu hrært saman við mjólk (blandan á hvorki að vera of seig né of þykk), setja skal síðan blönduna á stórt smurt eldfast mót eða muffins form fyrir flottara útlit. Baka skal við 200°C í 30-40 mínútur þar til brauðið verður gullinbrúnt og fallegt.
Ofnbökuð epli
200 g. sykur
2 tsk. kanill
175 g. hveiti
1 tsk. salt
3 dl. kornflögur
120 g. smjör
6 – 8 epli
Blandið saman sykri, kanil, hveiti og salti. Grófmyljið kornflögurnar og blandið þeim saman við. Bræðið smjörið og hrærið það saman við kornflögublönduna. Afhýðið eplin, hreinsið kjarnann út og skerið í báta. Setjið eplabátana ásamt kornflögublöndunni í stórt smurt eldfast mót.
Bakið í 200 °C í 20-30 mín.
Ég þakka kærlega fyrir áskorunina og verði ykkur að góðu. Mig langar að skora á góða vinkonu mína Guðrúnu Sigríði Ingvarsdóttur.