3.9 C
Selfoss

Stór hópur Sunnlendinga í afreksbúðum KKÍ

Vinsælast

Í sumar voru haldnar afreksbúðir í körfubolta en það eru æfingar fyrir 14 ára ungmenni. Þetta eru búðir þar sem um 50 drengir og 50 stúlkur af öllu landinu er valin til þess að taka þátt. Að þessu sinni var valinn nokkuð stór hópur af Suðurlandi en 17 leikmenn af svæðinu tóku þátt.

Frá Selfossi körfu voru þetta þau Elín Þórdís Pálsdóttir, Lilja Heiðbjört Valdimarsdóttir, Rebecca Jasmine Pierre og Styrmir Þorbjörnsson, frá Þór Þorlákshöfn voru valin þau Einar Dan Róbertsson, Emma Hrönn Hákonardóttir, Gígja Rut Gautadóttir, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir, Ingunn Guðnadóttir og Tómas Valur Þrastarson, frá Hrunamönnum Guðrún Lilja Árnadóttir, Óðinn Freyr Árnason, Valdís Una Guðmannsdóttir og Þrándur Ingvarsson og frá Hamri þær Ása Lind Wolfram, Elektra Mjöll Kubrzeniecka og Helga María Janusdóttir.

Öll stóðu þau sig með miklum sóma í verkefninu. Verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu leikmönnum í framtíðinni en hún er svo sannarlega björt í körfuboltanum á Suðurlandi.

Nýjar fréttir