-1.1 C
Selfoss

Snemmtæk íhlutun – mál og læsi

Vinsælast

Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu ásamt leikskólunum Laugalandi, Heklukoti á Hellu, Örk á Hvolsvelli, Mánalandi í Vík og Heilsuleikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri héldu sameiginlegan námskeiðsdag fyrir starfsfólk skólanna 30. ágúst síðastliðinn. Dagurinn markaði upphaf vinnu við þróunarverkefnið „Snemmtæk íhlutun – mál og læsi“ en því mun ljúka árið 2021. Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur leiðir verkefnið í samstarfi við hóp starfsmanna frá leikskólunum fimm.
Grunnur þróunarverkefnisins er að efla færni nemenda í íslensku – ekki síst nemenda með annað móðurmál auk þess að efla lærdómssamfélagið og samvinnu við þá sem örva málþroska barnanna. Stefnt er að því að hver leikskóli eignist ítarlega handbók þar sem verkferlar málörvunar eru útfærðir. Meðal markmiða með verkefninu er að nemendur verði vel undirbúnir fyrir 1. bekk grunnskóla og samfella verði í námi milli skólastiga, í anda heildstæðrar skólastefnu.

Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

Nýjar fréttir