-5.8 C
Selfoss

Eggjakaka, ostapylsa og LKL súffukaka

Vinsælast

Ég átti góðan vin, þar til hann ákvað að skora á mig. En hvað um það.

Hér koma nokkrar ögrandi tillögur fyrir ykkur.

 

Eggjakaka / Omeletta

4 eggjum skellt í skál og hrært vel.

Kíkja í ísskápinn og sjá hvað er til, skera það niður frekar „nett“ mæli með pylsum. 🙂 Þegar skurðarbrettið er orðið vel hlaðið af góðgæti þá smellið því aðeins á heita pönnuna með smá smjörklípu og steikið í nokkrar mínútur. Takið síðan blönduna ykkar af pönnunni og setjið í skál. Þá er komið að því að renna eggjunum á pönnuna, vanda sig. Þegar eggin eru farin að taka sig þá setjum við gúmmelaðið ofan á. Svo er að loka, fara varlega með að setja saman omelettuna. Svo steikt og velt fram og til baka eftir smekk hvers og eins.

 

Ostapylsa (masterpiece)

SS pylsur brúkaðar í verkefnið. Skerið pylsurnar varlega, vandið ykkur. Fletjið þær svo út. Ostasneiðar rifnar í passlega stærð þannig að osturinn fari alveg yfir alla pylsuna. Mæli með að þið prófið að gera þetta á pönnu, það er reyndar mjög þægilegt og fljótlegt að gera þetta í örbylgjuofninum. Mæli með því ef þú ert á hraðferð. Muna að krydda eftir smekk.

 

Mæli að lokum með að þið prófið þessa LKL skúffuköku, algjör snilld!

 

1 msk. skyndikaffi

100 g kókoshveiti

70 g kakó

1 tsk. vínsteinslyftiduft

1 tsk. matarsódi

80 g Sukrin gold

80 g Sukrin sæta

160 g mæjones (einnig gott að nota laktósafría ab-mjólk).

250 ml vatn

6 egg

 

Aðferð:

Þeytið egg og sætu saman í 3-5 mínútur, bætið mæjonesi við og þeytið áfram. Blandið þurrefnum saman í skál. Bætið vatninu og ab-mjólkinni og þurrefnum til skiptis við eggjablönduna.

Smyrjið skúffukökuform og hellið deiginu í. Bakið á 170°C í um 35 mín.

 

Smjörkrem í stíl:

230 g smjör við stofuhita

2 msk. rjómi

1 msk. skyndikaffiduft

80 g sæta, fínmöluð

2 msk. kakó

 

Kælið kökuna, smyrjið kremi yfir og stráið að lokum kókosmjöli yfir kökuna.

 

Ég skora á vinkonu mína Dragica Petrovic til að heilla Sunnlendinga.

Nýjar fréttir