Laugardaginn 14. september næstkomandi standa Bókakaffið og Bókabæirnir austanfjalls fyrir óreglulegum upplestri í Bókakaffinu.
Sigurður Ingólfsson kynnir nýútkomna bók sína Í orðamó.
Svikaskáldin Þóra Hjörleifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Melkorka Ólafsdóttir lesa ljóð eins og þeim einum er lagið.
Vilborg Davíðsdóttir, höfundur þríleiksins um Auði djúpúðgu les úr verkum sínum, gömlum og nýjum.
Dagskráin hefst kl. 17:00.
Kaffi á könnunni og aðgangur ókeypis uns flæðir út á götu.