3.9 C
Selfoss

Logn og rigning stoppaði ekki áhugafólk um flugdreka

Vinsælast

Notaleg og heimilisleg stemning var í Skálholtsbúðum um helgina, en þar var haldin fjölskyldu- og flugdrekahátíð. Hátíðin er fyrsta sinnar tegundar í Bláskógabyggð, en skipulagning hátíðarinnar var í höndum Arite Fricke. Dagskráin hafði samband við Arite og spurði út í verkefnið.

Flugdrekar nýttir til kennslu í ýmsum greinum

„Við byrjuðum á því að fá okkur kaffisopa en fólk var hvatt til að koma með nesti og eitthvað á grillið. Þá var kveikt upp í grillinu þar sem mátti hita sér pylsur ef fólk var svangt,“ segir Arite. Arite er hönnuður og myndlistarkennari sem útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2015. Meistaraverkefni hennar nefndist Hugarflug Playful Workshops en í kjölfarið á náminu útskrifaðist hún með diplóma í listkennslu.

„Ég hef síðan síðan 2014, ásamt duglegum aðstoðakennurum, haldið flugdrekasmiðjur víða á Íslandi. Mitt aðalstarf er að vera kennari en ég kenni við Bláskógaskólann í Reykholti í Biskupstungum. Þar hef ég unnið síðan síðan 2016 og kannast nemendur mínir vel við flugdrekahönnun enda kenni ég það í skólanum í tengslum við myndmennt. Þá hef ég kennt þetta í teymiskennslu með öðrum kennurum við fög eins og náttúrufræði, stærðfræði, eðlisfræði. Flugdrekar Arite hafa flogið víða en gaman er að segja frá því að nemandi hennar varð í fyrsta sæti í hönnunarsamkeppni sem Drachenfoundation í Seattle skipuleggur á hverju ári í fyrra.

Eflir hópavinnu, styður við náttúruvernd og sjálfbærni

„Hópvinna og jákvæð samskipti, samvinna og flest sem tengist lykilhæfni er hægt er þjálfa í þannig smiðjum – greiningu, rannsókn og sköpun á sér stað sérstaklega ef nemandur fá ekkert nema pappír, skæri, snæri og límstifti í hendi og fara af stað til að fá verk sitt til að fljúga,“ segir Arite. Í kennslu hefur hún heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna upp á töflu, tengir verkefnin við þau í gegnum umræður og vekur nemendur til gagnrýninnar hugsunar.

Endurnýting og umhverfismál skipta lykilmáli

Smiðjurnar hennar Arite einnkennist af endurnýtingu og litagleði og notar hún næstum aldrei plast. Allan efnivið er yfirleitt að finna á heimilum fólks eins og grillpinnar, málaralímband, sokkagarn og gömul tímarit eins og Dagskrána. „Æðsta markmiðið með smiðjum er að búa til gæðastund þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi og geta verið saman um leið og þeir vinna, bæði innandyra og úti. Flugdrekasmiðjur snerta áhuga einstaklinga á ólíkan hátt. Sumir sækjast eftir að útbúa leikfang og hlaupa úti í vindinn um leið og allt smellur saman, aðrir elska að skreyta og einbeitta sér við það og enn öðrum langar að takast á við nokkur flókin tæknileg viðfangsefni,“ segir Arite að  lokum.

Fyrir áhugasaman má finna ýmsar leiðbeiningar á vefsíðunni flugdreki.is. Bæði sem PDF til að hala niður eða kennslumyndbönd. Það er því um að gera að kynna sér efnið og æfa sig fyrir næstu smiðju sem Arite heldur.

 

Nýjar fréttir