1.7 C
Selfoss

Bækur og bakkelsi

Vinsælast

Sýningaropnun sýningarinnar Bækur og bakkelsi verður í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 7. september kl. 16:00. Sýningin er unnin af Héraðsskjalasafni Árnesinga og er útgangspunktur hennar handskrifaðar uppskriftabækur sem varðveittar eru á skjalasafninu. Uppskriftirnar í bókunum segja ótal margt um tíðaranda, tísku, aðgang að hráefni, nýtni og hagsýni. Á sýningunni verður saga baksturs jafnframt rakin auk þess sem húsmæðrafræðsla á Suðurlandi verður skoðuð. Það ætti enginn að láta sig vanta á sýningaropnunina því þar verður boðið upp á nokkrar vel valdar kökur sem bakaðar eru eftir uppskriftum úr bókunum. Uppskriftirnar voru valdar með það að leiðarljósi að kynna gesti fyrir gömlum aðferðum gegn matarsóun enda málefnið tíðrætt í fjölmiðlum þessa dagana. Vert er að geta þess að á sýningunni mun liggja frammi auð stílabók þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri til þess að skrifa sínar eigin uppskriftir. Sú bók mun í framhaldinu verða varðveitt á Héraðsskjalasafni Árnesinga og verða þar heimild til framtíðar um bakstursvenjur ársins 2019. Sýningin Bækur og bakkelsi mun standa uppi út september á opnunartíma Byggðasafnsins kl. 11-18 alla daga.*

 

(Ómar Bjarki Smárason)

Ómar Bjarki Smárason á fermingardaginn 1964 að fá sér rjómatertu. Á borðinu má einnig sjá rúllutertur, lagköku, smákökur o.fl. Ljósmyndari: Ottó Eyfjörð.

 

Nýjar fréttir