-0.5 C
Selfoss

Friðland að Fjallabaki – afmælismálþing

Vinsælast

Fimmta september nk. býður Umhverfisstofnun til afmælisveislu með fyrirlestrum og tertum í safnaðarheimilinu á Hellu, Dynskálum 8, í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá friðlýsingu Fjallabaks. Málþingið er öllum opið og hvetjum við almenning til að taka þátt í fundinum, fræðast og minnast þeirrar merku sögu sem friðlandið hefur að geyma. Fundarstjóri: Eiríkur Vilhelm Sigurðarsson, markaðs og kynningafulltrúi Rangárþing Ytra.

Dagskrá:

 

15:00 – 15:15     Umhverfis- og auðlindaráðherra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

15:15 – 15:30     Sveitarstjóri Rangárþing Ytra

Ágúst Sigurðsson

15:30 – 15:50     Merkar jarðminjar í Friðland að Fjallabaki

Kristján Jónasson, Náttúrufræðistofnun Íslands

15:50 – 16:10     Vöktun á viðhorfum ferðamanna í Landmannalaugum í 20 ár

Anna Dóra Sæþórsdóttir, Háskóli Íslands

16:10 – 16:40     Afmæliskaffi, Kvenfélagið Unnur

16:40 – 16:50     Sögur af Fjallabaki

Kristinn Guðnason Fjallkóngur

16:50 – 17:10     Friðland að Fjallabaki í 40 ár

Hákon Ásgeirsson, Umhverfisstofnun

17:10 – 17:30     Landvarðalífið í friðlandinu

Nína Aradóttir, Umhverfisstofnun

Nýjar fréttir