Sigríður Sigurjónsdóttir íþróttakona úr Suðra vann titilinn Sterkasta fatlaða kona Íslands og varð jafnframt í 3. sæti á Viking disabled Strength Challenge sem fram fór í Hafnarfirði þann 27. júlí sl.
Með þessari frábæru frammistöðu tryggði Sigríður sér þátttökurétt á Arnold strong women og Sterkasta fatlaða kona heims, en þessi stórmót fara fram á næsta ári.
Það verður spennandi að fylgjast með þessari flottu íþróttakonu á komandi árum. Þess má geta að hún er fyrsta íslenska fatlaða konan sem hefur náð þessum árangri.
Við óskum Sigríði innilega til hamingju og erum stolt að eiga íþróttakonu sem þessa í okkar röðum, segir í tilkynningu frá Suðra.