-6.6 C
Selfoss

Skriða féll í Reynisfjöru

Vinsælast

Í gærdag lokaði lögregla fyrir umferð fólks í Reynisfjöru vegna hruns úr berginu. Nú í morgun þegar lögregla fór á vettvang til að kanna aðstæður kom í ljós að umtalsvert hefði hrunið úr fjallinu til viðbótar líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Talið er að hrunið hafi átt sér stað snemma í morgun eða í nótt. Lögreglan ítrekar lokun svæðisins og biður fólk um að halda sig fjarri. Lögreglan mun kanna málið nánar í dag ásamt sérfræðingum.

 

Nýjar fréttir