2.8 C
Selfoss
Home Fréttir Lokað fyrir umferð í Reynisfjöru vegna hruns

Lokað fyrir umferð í Reynisfjöru vegna hruns

0
Lokað fyrir umferð í Reynisfjöru vegna hruns

Lögregla hefur nú lokað fyrir umferð fólks í Reynisfjöru að hluta vegna hruns úr berginu austarlega, yfir fjörunni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu slösuðust tveir þegar þeir fengu gjót á sig, annars vegar karlmaður um tvítugt og hins vegar barn. Meiðsl þeirra munu þó ekki vera alvarleg. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að verið er að skoða aðstæður á vettvangi og meta hvort og til hvaða aðgerða verður gripið umfram það sem búið er að loka.