-11.4 C
Selfoss

Eldstó Art Café á Hvolsvelli 15 ára

Vinsælast

Á þessu herrans ári 2019 er Eldstó Art Café á Hvolsvelli 15 ára og að því tilefni verður sunnudaginn 18. ágúst veittur 15% afsláttur af völdum réttum og drykkjum þann dag. Eins mun hljómsveitin REMEDÍA koma saman og spila fyrir gesti það kvöld. Ef vel viðrar munu þau bregða sér út til að skemmta gestum á nýju veröndinni.

„Það hefur verið margt um manninn hjá Eldstó í sumar. Það hefur glatt okkur mikið hversu margir Íslendingar hafa heimsótt okkur, en það virðist sem landinn ferðist heima í sumar, enda veðurblíðan leikið við okkur. Leirmunirnir í Eldstó hafa líka vakið athygli og nú mun gestum gefast kostur að hitta listamennina á bak við verkin, en þau verða á staðnum, alla vega svona af og til yfir daginn,“ segir G. Helga Ingadóttir hjá Eldstó Art Café á Hvolsvelli.

REMEDÍU skipa þeir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Jón Ólafsson bassaleikari, báðir vel þekktir og frábærir hljóðfæraleikarar, sem og G. Helga Ingadóttir söngkona. Magdalena Eldey Þórsdóttir mun einnig koma og taka nokkur lög með REMEDÍU af sinni alkunnu snilld.

„Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma og fagna þessum tímamótum með okkur í Eldstó Art Café,“ Segir Helga.

Nýjar fréttir