-8.9 C
Selfoss

Eingöngu leitað með köfurum í dag

Vinsælast

Leitað hefur verið að erlendum ferðamanna í og við Þingvallavatn frá því s.l. laugardag, en mannlaus kajak og bakpoki fundust á floti á sunnanverðu vatninu við Villingavatn. Leitað hefur verið úr lofti, láði og legi og hefur leitin fram til þessa ekki borið árangur.

Leitað verður í Þingvallavatni í dag, en kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Landsbjörg munu vera við leit í vatninu í dag. Eingöngu verður leitað með köfurum.

Rannsókn málsins hefur leitt til þess að leitarsvæðið hefur verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins.

Færsla af Facebook-síðu Lögreglunnar á Suðurlandi

Nýjar fréttir