3.4 C
Selfoss

Selfoss mætir KR í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á laugardag

Vinsælast

Stelpurnar í meistaraflokki Selfoss leik­a til úrslita í Mjólk­ur­bikarnum 2019 laugar­daginn 17. ágúst nk. kl. 17:00 á Laugar­dalsvellinum. Þetta er í þriðja sinn sem knattspyrnu­stelp­ur frá Selfossi komast í úrslit bikars­ins. Í bæði skiptin þ.e. 2014 og 2015 þurftu þær að láta í minni pok­ann fyrir Stjörnunni. Mótherjinn núna verður KR og ljóst að ekkert verð­ur gefið eftir til að koma með bikarinn yfir brúna.

Margir stuðn­ings­menn Sel­foss ætla að mæta á leikinn og mála stúkuna vín­rauða. Fríar sæta­ferðir verða með Guð­mundi Tyrfingssyni frá Hótel Selfoss. Upphitun við Hótel Selfossi hefst kl. 13. Þar verður boðið upp á veitingar, and­lits­málun og stuð.

Nýjar fréttir