-6.6 C
Selfoss

Umhverfisverðlaun Árborgar 2019 afhent

Vinsælast

Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, afhenti umhverfisverðlaun Sveitarfélagsins Árborgar í Sigtúnsgarði á Selfossi sl. laugardag. Leitað var eftir tilnefningum frá íbúum og bárust margar tilnefningar.

Fallegasti garðurinn í Sveitarfélaginu Árborg 2019 er að Eyjaseli 11, Stokkseyri. Mynd: ÖG.

Fallegasti garðurinn
Fallegasti garðurinn var valinn Eyjasel 11 á Stokkseyri, en þar búa Viktor Tómas­son og Ásrún Ásgeirsdóttir. Garðurinn er snyrtilegur og fallegur og kemur dálítið á óvart því hann sést ekki mikið frá götunni og er því smá falinn.

Fallegasta fyrirtækið
Fallegasta fyrirtækið var valið Björgunar­mið­stöðin á Selfossi. Hjá þeim er alltaf snyrtilegt og fínt á planinu við húsið. Eins ræður snyrtimennskan ríkjum innanhúss.

Umhverfisverðlaun Árborgar
Örn Óskarsson, líffræðingur og fram­halds­skólakennari, fékk afhent umhverfis­verð­laun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir ómet­an­legt framlag til umhverfismála til fjölda ára. Örn hefur unnið að umhverfismálum á fjölmörgum sviðum í gegnum tíðina. Þetta var í fyrsta skipti sem einstaklingi eru veitt þessi verðlaun.

Fallegasta gatan
Fallegasta gatan var valin Starmói á Sel­fossi. Elsti íbúinn er Ásmundur Daníelsson fæddur 23. ágúst 1939 en hann býr í Star­móa 7 og sá yngsti er Snorri Kristinsson, fæddur 13. desember 2017. Hann býr í Star­móa 12 með foreldrum sínum Ásrúnu Magnúsdóttur og Kristni Högnasyni. Starmói var valinn því hann þótti heilt yfir snyrtileg og falleg gata og hefur yfirleitt alltaf verið það.

Nýjar fréttir