-1.4 C
Selfoss
Home Fréttir Hamingjan við hafið heppnaðist frábærlega

Hamingjan við hafið heppnaðist frábærlega

0
Hamingjan við hafið heppnaðist frábærlega

Hamingjan við hafið var haldin í fyrsta sinn í Þorlákshöfn í í liðinni viku og náði hápunkti um síðustu helgi. Þá voru stórtónleikar í Skrúðgarðinum þar sem hljómsveitirnar No Sleep, Daði Freyr, GDRN og Baggalútur komu fram ásamt leynigesti sem var enginn annar en Jónas Sig, sonur Þorlákshafnar.

Hverfapartýið í gömlu bræðslunni vakti mikla lukku þar sem hverfinu voru búin að skreyta sín tjöld og þeirra umhverf með ævintýranlegum hættii, græja veitingar og lifandi tónlistaratriði. Að þeim loknum tók Jarl Sigurgeirsson við og söng inn í bræðslu ásamt nær öllum sem þar voru í á annan tíma eða fram að glæsilegri flugeldasýningu.

Fjölmargir aðrir dagskráliðir voru þessa sex daga sem allir voru gríðarlega vel sóttir, enda skein sólin allan tíman og mikil stemning á meðal íbúa og annarra hátíðargesta. Aldrei hafa fleiri komið sér fyrir á tjaldstæði í Þorlákshöfn nema þegar Unglingalandsmót UMFÍ voru haldin, tjöld í görðum og gestir í húsum. Hamingjan var svo sannarlega við hafið þessa dagana sem og aðra, enda Þorlákshöfn höfuðborg hamingjunnar.