-3.1 C
Selfoss

Hlynur Geir varð Íslandsmeistari í golfi 35 ára og eldri

Vinsælast

Hlynur Geir Hjartarson úr GOS varð Íslandsmeistari í golfi kylfinga 35 ára og eldri um liðna helgi. Íslandsmót +35 Icelandair fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019 í Grafarholti 8.–11. ágúst sl. Keppnisrétt í 35+ mótinu höfðu þeir kylfingar sem fæddir eru á árinu 1984 eða fyrr. Þetta var í 20. sinn sem keppt eru um Íslandsmeistaratitila í karla- og kvennaflokki 35 ára og eldri.

Nína Björk Geirsdóttir úr GM sigraði í kvennaflokki og Hlynur Geir Hjartarson úr GOS í karlaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fagna þessum titli.

Nína Björk lék á 290 höggum og Hlynur Geir á 287 höggum. Nína Björk varð þriðja á Íslandsmótinu sjálfu og Hlynur Geir í 12.–13. sæti.

Nýjar fréttir