Ellefta menningargangan á Sumri á Selfossi verður farin í dag laugardaginn 10. ágúst. Lagt verður af stað frá Tryggvaskála kl. 16:00. Gengið verður Selfossveg og menningar- og söguskliti um fyrsta malbikaða veginn á Selfossi skoðuð. Síðan verður gengið inn Smáratún þar sem systkinin Sesselja Sigurðardóttir og Guðmundur Sigurðsson taka á móti gönguhópnum og fara þau yfir sögu húsanna og hverjir byggðu götuna. Í Þóristúninu tekur svo Erla Guðmundsdóttir við hópnum og farið verður yfir sögu húsanna og hverjir byggðu í þessari merkilegu götu sem kennd er við landnámsmanninn Þóri Ásason Hersi. Síðan verður staldrað við, hjá Selfosskirkju og saga hennar rakin í nokkrum orðum áður en hópurinn heldur að Selfossbæjunum þar sem Þorfinnur Snorrason (Toffi á Fossi) tekur á móti hópnum. Þar verður farið yfir sögu Selfossbæjanna og ábúendasögu eins og kostur er. Menningargangan endar síðan á því að fólk getur fengið sér kaffi og kleinur á Fossi í lok göngunnar. Öllum er velkomnið að taka þátt en göngustjóri verður, eins og frá upphafi menningarganganna, Kjartan Björnsson.