-4.1 C
Selfoss
Home Fréttir Díana Óskarsdóttir skipuð forstjóri HSU

Díana Óskarsdóttir skipuð forstjóri HSU

0
Díana Óskarsdóttir skipuð forstjóri HSU
Dí­ana Óskars­dótt­ir.

Dí­ana Óskars­dótt­ir hef­ur verið skipuð í embætti for­stjóra Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands frá 1. október nk., til næstu fimm ára. Sex sóttu um stöðuna, að því er fram kem­ur í tilkynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu.

Dí­ana er skipuð af Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra en ákvörðun ráðherra er tekin að und­an­gengnu mati lög­skipaðrar hæfn­is­nefnd­ar sem met­ur hæfni um­sækj­enda um stöður for­stjóra  heil­brigðis­stofn­ana.

Dí­ana er með BS gráðu í geisla­fræði, meist­ara­próf í lýðheilsu­vís­ind­um og hef­ur að auki stundað nám í stjórn­un og rekstri á sviði heil­brigðisþjón­ustu. Frá ár­inu 2015 hef­ur hún gegnt starfi deild­ar­stjóra á rönt­g­en­deild Land­spít­al­ans, sam­hliða lektors­stöðu við Háskólann í Reykja­vík. Áður starfaði hún í sjö ár sem geisla­fræðing­ur hjá Hjarta­vernd auk þess að vera náms­braut­ar­stjóri í lektors­stöðu við Há­skóla Íslands í tíu ár. Dí­ana hóf fyrst störf sem geisla­fræðing­ur árið 1990 og hef­ur frá þeim tíma meðal ann­ars unnið á Heilbrigðis­stofn­un Suður­lands, Land­spít­al­an­um og hjá Geislavörn­um rík­is­ins.

Í mati hæfn­is­nefnd­ar seg­ir meðal ann­ars að Dí­ana hafi hald­bæra reynslu af stjórn­un og mannauðsmá­l­um, hún geti sýnt fram á góðan ár­ang­ur í breyt­inga­stjórn­un við krefj­andi aðstæður, þekk­ing henn­ar á starf­semi sjúkra­húsa sé hald­góð og að hún hafi góða inn­sýn í stjórn­sýslu, auk hald­bærr­ar reynslu af sam­skipt­um við op­in­bera aðila og fjöl­miðla.

Dí­ana tek­ur við embætt­inu af Her­dísi Gunn­ars­dótt­ur sem hef­ur veitt Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands for­stöðu síðastliðin fimm ár.