Reynir Hauksson gítarleikari mun koma fram á Menningarveislu Sólheima laugardaginn 3. ágúst nk. 14:00. Reynir hóf ungur að spila á hljóðfæri. Fyrstu kynni hans af samspili var með systkinum sínum á uppvaxtarárum sínum á Hvanneyri í Borgarfirði. Reynir gekk síðar í Tónlistarskóla FÍH þar sem hann lærði á rafgítar og klassískan gítar og útskrifaðist þaðan sem einleikari 2015. Á meðan námi stóð spilaði hann með hljómsveitunum Þoku og Eldbergi en eftir þær sveitir liggja þrjár breiðskífur. Að auki fékkst Reynir mikið við jazzleik og þjóðlagatónlist frá Balkanskaga. Að námi loknu fluttist hann til Noregs þar sem hann starfaði sem hljóðfæraleikari. Síðustu ár hefur Reynir búið í Granada á Spáni þar sem hann fæst við Flamenco gítarleik.
Á Sólheimum eru listsýningar, verslun, gleði og gaman. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.