-6.6 C
Selfoss

Margt í boði á Flúðum um Versló

Vinsælast

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Flúðir um Versló fer nú fram í fimmta skiptið. Eins og nafnið gefur til kynna fer hátíðin fram um verslunarmannahelgina á Flúðum. Mikið verður um dýrðir alla helgina og er dagskrá miðuð á fjölskyldur, þar sem öll fjölskyldan kemur saman og skemmtir sér.

Þar verður m.a. boðið upp á Sprell leiktæki með karnival alla helgina, BMX Brós, Ljósbrá Loftsdóttur, sveitamarkað, Furðubátakeppni, brennu og brekkusöng. Einnig verða tónleikar með Pálma Gunnarssyni og Eyþóri Inga og auðvitað Vélfangs Traktoratorfæran vinsæla. Þar verður til dæmis til sýnis stærsta dráttarvél landsins. Þessu til viðbótar verður fjölbreytt næturlíf og verða mörgum af fremstu tónlistarmönn landsins s.s. Hildur, Bríet, Aron Can, Made in sveitin og Stuðlabandið.

Alla helgina verður starfrækt upplýsingamiðstöð og á sama stað verður opið kaffihús. Það er um að gera fyrir mömmur, ömmur, frænkur, pabba, afa og frændur að njóta dýrindis veitinga meðan yngri fjölskyldumeðlimir hoppa og skoppa í leiktækjum. Jafnvel aðeins útí kaffið.

Í tilkynningu frá mótshöldurum segir að svæðið taki öllum opnum örmum og að það verði mikið um að vera í Hrunamannahreppi. Miðasala á tónleika og dansleiki er í fullum gangi á www.fludirumverslo.is. Öll dagskráin er tíunduð á Facebook viðburðinum „Flúðir um versló 2019“.

Hátíðin er samstarfsverkefni Sonus viðburða, Hrunamannahrepps og fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem vilja bjóða gestum á Flúðum upp á gæða afþreyingu um verslunarmannahelgina. Ef spurningar vakna varðandi tjaldsvæði er best að beina þeim  til Tjaldmiðstöðvarinnar á Flúðum.

Nýjar fréttir