-6 C
Selfoss

Ferðamenn ánægðastir með Suðurland

Vinsælast

Ferðamálastofa gefur mánaðarlega út skýrsluna Ferðaþjónusta í tölum. Í skýrslunni sem kom út núna í júlí kemur fram að ferðamenn eru ánægðastir með heimsóknir sínar á Suðurland í samanburði við aðra landshluta. Könnunin er netkönnun Ferðamálastofu á meðal erlendra ferðamanna og er hluti af landamærakönnun.

Alls voru 4,81, að meðaltali, á fimm punkta kvarða ánægðir með heimsókn sína á Suðurland. Í öðru sæti var Norðurland með 4,69 stig. Síðustu tvö sætin vermdu Reykjavík með 4,42 stig og Reykjanes með 4,38 stig.

Alls kusu 73% ferðamanna að ferðast um Suðurland 2018. Suðurland vermir annað sætið sem fjölmennasta ferðamannasvæðið, en aðeins Reykjavík er hærri með 92,7% heimsókna. Reykjanes er næst á eftir Suðurlandi með 56,3% heimsókna

Nýjar fréttir