-1.1 C
Selfoss

Garðaþjónusta fyrir eldri borgara og öryrkja í Árborg

Vinsælast

Á tímabilinu 1. maí til 15. september veitir Sveitarfélagið Árborg eldri borgurum og öryrkjum niðurgreidda garðaþjónustu. Framvísa þarf reikningi frá viðurkenndum verktaka og skal reikningurinn vera útgefinn í samræmi við reglur, m.a. um virðisaukaskatt.

Niðurgreidd verk eru: sláttur grasflatar, rakstur og frágangur eftir slátt, s.s. að fjarlægja slægju, snyrting limgerða og frágangur, s.s. að hreinsa upp og fjarlægja afklippur. Einnig hreinsun beða og frágangur eftir hreinsun. Greitt er fyrir slátt að jafnaði hálfsmánaðarlega, eina limgerðissnyrtingu (limgerðissnyrting má vera frá apríl mánuði) og tvær beðahreinsanir (hámark 30.000 kr. hvor beðahreinsun á framangreindu tímabili). Hámarks kostnaður eldri borgara og öryrkja vegna garðsláttar skal alla jafna ekki vera hærri en 4.500 kr. ef um hefðbundinn garðslátt er að ræða. Ef kostnaður er óheyrilegur greiðir sveitarfélagið aldrei hærra en 10.000 kr. af hverjum slætti. Afsláttur er ekki veittur vegna íbúða í fjölbýli þar sem rekstur fasteignar og lóðar er í umsjón og ábyrgð viðkomandi húsfélags. Þátttaka sveitarfélagsins er frá 40–50% þ.e. niðurgreiðslan tekur mið af tekjum umsækjenda. Þeir sem eingöngu hafa tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins fá 50% endurgreitt en aðrir 40%. Skila þarf inn upplýsingum um tekjur til starfsmanna hjá Fjölskyldusviði Árborgar. Umsækjendur geta veitt starfsmönnum heimild til að afla upplýsinga úr útsvarsskrá Sveitarfélags Árborgar.

Þeir sem vilja nýta sér þessar niðurgreiðslur geta samband við Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur, deildarstjóra virkni- og stuðningsþjónustu hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Nýjar fréttir