-0.5 C
Selfoss

Ályktað um heimavist við Fjölbrautarskóla Suðurlands

Vinsælast

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps sem haldinn var 9. júlí sl var lagt fram erindi frá starfshópi sem hefur verið skipaður til þess að vinna að aðgengi nemenda í FSU að heimavist. Í erindinu eru sveitarfélög á Suðurlandi hvött til þess að standa sameiginlega að baki eftirfarandi áskorun til ríkisvaldsins um fjármagn til þess að reka heimavist við FSU:

„Eftirtalin sveitarfélög sem eru eigendur að Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu) krefjast þess að starfrækt verði heimavist við skólann. Sveitarfélögin skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér í málinu og skora jafnframt á skólanefnd og stjórnendur skólans til að vinna að uppbyggingu heimavistar.“

Greinargerð: Frá og með árinu 2016 var starfsemi heimavistar við Fjölbrautarskóla Suðurlands hætt. Ungmenni af stóru svæði sem þessi sveitarfélög spanna eiga þess ekki kost að nýta sér almenningssamgöngur til að sækja nám og því er um alvarlegan forsendubrest samstarfs um skólann að ræða. Til þess að ungmenni þessa svæðis njóti jafnréttis til náms er mikilvægt að unnið verði hröðum höndum við að koma upp heimavist við skólann.”

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti áskorunina samhljóða og fól sveitarstjóra að undirrita hana fyrir hönd Flóahrepps.

Því má bæta við að fleiri sveitarstjórnir á Suðurlandi hafa samþykkt ályktunina.

Nýjar fréttir