-8.9 C
Selfoss

Út í óvissuna, fyrri hluti

Vinsælast

Hvað á betur við en óvissuprjón þegar margir stefna á óvissuferðir? Hér birtist fyrri hluti uppskriftar að peysu sem byggir á helstu hefðum lopapeysunnar. Hún er prjónuð úr nýju garni hjá okkur í Hannyrðabúðinni sem heitir Dolce og er frá hinu gamalgróna danska fyrirtæki, Cewec. Í garninu er 60% kid mohair og 40% akrýl, 50 gr og 150 metrar. Garnið er á góðu verði og fæst í mörgum fallegum litum.

Við birtum nú leiðbeiningar fyrir bol og ermar í stærðum S (M) L (XL) XXL og eftir tvær vikur birtum við uppskriftina fyrir berustykkið sem er með hefðbundnu lopapeysumunstri.

Allar upplýsingar um víddir og síddir má finna í meðfylgjandi töflu sem og lykkjufjölda á hverju stigi verksins.

Áætlað magn af garni: aðallitur 5 (5) 6 (6) 7 dk og 1 dk af hvorum munsturlit í öllum stærðum.

Prjónar no 4,5 í stroff og no 6 í annað. Nokkur prjónamerki til hægðarauka.

* = Skýringar:

  •     Stroff er prjónað 2 sléttar og 2 brugnar til skiptis.
  •     Fækka um ¼ = Þegar síðasta umf er prj í stroffinu eru prj 2 sl og brugnu l prj saman í eina l. Í stærðum M og XL á bolnum eru síðustu br lykkjurnar ekki prjónaðar saman.
  •     Auka út um: Aukið er út á miðri undirermi í 10 hverri umferð með því að búa til aukalykkju á undan síðustu lykkju umferðar og fyrir aðra lykkju umferðar alls 5 (5) 6 (7) 8 sinnum.

Seinni hlutann má nálgast hér

Góða ferð!

Hönnun: Alda Sigurðardóttir

 

 

Nýjar fréttir