-1.1 C
Selfoss

Hamingjan við hafið – Ný bæjarhátíð í Þorlákshöfn

Vinsælast

Mikið verður um dýrðir í Þorlákshöfn strax eftir verslunarmannahelgi þegar ný bæjarhátíð verður haldin í fyrsta sinn. Hátíðin heitir Hamingjan við hafið og stendur yfir í 6 daga, frá þriðjudeginum 6. ágúst og fram á sunnudagskvöldið 11. ágúst. Hátíðin er byggð á góðum og traustum grunni Hafnardaga, en verður öllu stærri í sniðum en forveri hennar. Sveitafélagið Ölfus og fyrirtæki sem tengjast Þorlákshöfn og sveitarfélaginu munu leggja meira fjármagn til en hingað til hefur verið gert.

Dagskráin verður þétt og með spennandi viðburðum fyrir alla fjölskylduna og áhersla lögð á að fjölskyldan geti notið lífsins saman á ólíkum viðburðum.

Einn af hápunktum hátíðarinnar verður án efa stórtónleikar í Skrúðgarðinum þar sem nú þegar hefur verið tilkynnt um komu sprelligosanna í Baggalúti en fleiri atriði verða kynnt á næstu dögum. Dagskráin birtist svo í heild sinni um miðjan júlí og geta áhugasamir fylgst með á facebook síðunni Hamingjan við hafið.

„Flestir dagskráliðir verða öllum að kostnaðarlausu og mikið um að vera fyrir allan aldur. Rétt er að minna á að í Þorlákshöfn eru virkilega fín tjaldsvæði og stutt er að fara fyrir fólk sem búsett er á suðvestur horninu. Fólk er því velkomið í Hamingjuna við hafið í höfuðborg hamingjunnar, Þorlákshöfn,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri á menningarsviði Ölfuss.

Nýjar fréttir