-6.6 C
Selfoss

Hrafnhildur Hanna í atvinnumennsku til Frakklands

Vinsælast

Handknattleikskonana Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Bourg-de-Péage Drôme Handball. Hrafnhildur Hanna er uppalin á Selfossi og hefur leikið allan sinn feril með Selfossliðinu. Hún hefur leikið með meistaraflokki Selfoss allt frá 16 ára aldri árið 2011. Hún hefur tvisvar verið markahæst í Olísdeildinni en var síðasta keppnistímabil að koma til baka eftir krossbandaslit. Hún hefur einnig átt sæti í íslenska landsliðinu.

Franska liðið sem hún gengur til liðs við er nýlega komið aftur í efstu deild. Félagið er í ákveðinni uppbyggingu og ætlar sér stóra hluti á komandi árum. Franska úrvalsdeildin er ein allra sterkasta deild í heimi kvennahandboltans.

 

Nýjar fréttir