-7 C
Selfoss

Þórsarar styrkja sig fyrir komandi keppnistímabil

Vinsælast

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur undanfarið verið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi keppnistímabil. Fyrir skömmu var samið við þriðja erlenda leikmanninn, Vladimir Nemcok. Vladimir, sem er 23 ára, 180 cm leikstjórnandi, lék á síðustu leiktíð með Alicante á Spáni og einnig með Rhein Stars Koeln í Þýskalandi þar sem hann var með um 12 stig, 4.5 fráköst og 7.3 stoðsendingar að meðaltali. Áður hefur Vladimir leikið í nokkur ár með Oklahoma Baptist í 2. deild háskólaboltans. Þar var hann með 12 stig, 6,7 stoðsendingar og 4,3 fráköst að meðaltali síðasta árið sitt í skóla.Einnig lék hann með öllum yngri landsliðum Slóvakíu.

Þórsarar sömdu á dögunum við 23 ára leikmann frá USA, Omar Sherman, 206 cm, kraftframherja. Omar hóf háskólaferil sinn í University of Miami sem leikur í ACC riðli háskólaboltans. Næst lá leið hans í Loisiana Tech háskólann sem leikur í Conference USA riðlinum. Hann var byrjunarliðsmaður hjá Loisiana Tech og skilaði þar 11 stigum og 6 fráköstum að meðaltali. Omar sat svo úti eitt tímabil vegna meiðsla og kláraði svo skólaferil sinn hjá William Penn sem leikur í NAIA. Þar skilaði hann 16 stigum, 9 fráköstum, 1,5 vörðum skotum ásamt 2 stoðsendingum að meðaltali.

Þórsarar hafa hafa einnig samið við Króatann Marko Bakovic um að leika með liðinu á næsta tímabili í Domino’s deildinni í körfubolta. Marko er fjölhæfur framherji sem hefur leikið með unglingalandsliðum Króata bæði í U18 og U20. Á síðasta tímabili lék hann með KK Gorica en liðið leikur í efstu deild í Króatíu og komst það m.a. í úrslitakeppnina. Marko var með að meðaltali 13,2 stig og 6,2 fráköst í leik í deildinni. Marko á án efa eftir að styrkja Þórsliðið í vetur.

Þess má geta að Þórsarar áttu þrjá landsliðsmenn í ár, Halldór Garðar Hermannsson sem var valinn í A-landslið karla sem keppti á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í lok maí, Styrmi Snæ Þrastarson, sem keppti með U18 ára liðinu á NM í Finnlandi og á EM í Rúmeníu og Ísak Júlíus Perdue keppti með U16 ára liðinu á NM i Finnlandi og á EM í Svartfjallalandi.

Þjálfari Þórs í körfubolta er Friðring Ingi Rúnarsson, margreyndur þjálfari. Aðstoðarþjálfari er Þorstein Má Ragnarsson sem hefur verið leikmaður Þórs frá unga aldri og í dag er hann yngri flokka þjálfari Þórs en hann lagði skóna á hilluna sem leikmaður eftir langvarandi meiðsli.

Myndir:

(Vladimir Nemcok)

Vladimir Nemcok.

(Omar Sherman)

Omar Sherman.

(Marko Bakovic)

Marko Bakovic.

(Styrmir og Ísak)

Styrmir Snær Þrastarson og Ísak Júlíus Perdue.

Nýjar fréttir