-6 C
Selfoss

Hrafnhildur og Dagný til liðs við Selfoss

Vinsælast

Kvennalið Selfoss hefur styrkt sig með tveimur leikmönnum frá því félagaskiptaglugginn opnaði þann 1. júlí sl. Varnarmaðurinn Hrafnhildur Hauksdóttir og markvörðurinn Dagný Pálsdóttir hafa gengið til liðs við félagið en þær þekkja báðar vel til á Selfossi.

Hrafnhildur, sem er 22 ára, hefur leikið 82 leiki fyrir Selfoss í efstu deild og bikar frá árinu 2013. Hún lék með Val sumarið 2017 og var lánuð á Selfoss í fyrrasumar áður en hún hélt á vit ævintýranna í Svíþjóð og spilaði með Göteborgs DFF í sænsku C-deildinni.

Dagný, sem er 29 ára, er einnig fyrrum leikmaður Selfoss en hún spilaði hátt í 50 leiki fyrir félagið á árunum 2009 til 2012. Dagný er uppalin hjá Völsungi og hefur einnig leikið með Tindastól og Sindra en hún kemur til Selfoss frá ÍA, þar sem hún hefur leikið einn leik í Inkassodeildinni í sumar.

Nýjar fréttir