-6 C
Selfoss
Home Fréttir Handverkshátíð gamalla hefða var haldin við gömlu Þingborg

Handverkshátíð gamalla hefða var haldin við gömlu Þingborg

0
Handverkshátíð gamalla hefða var haldin við gömlu Þingborg
Fanndís Huld við brennsluofn sem er eftirmynd þess sem notað var á víkingatíma. Mynd: GPP.

Sannkölluð víkingastemmning var við Gömlu Þingborg sl. laugardag. Þar var saman kominn hópur sem kallar sig „Víkingahópur Suðurlands“. Meðal þess sem var á boðstólum var ilmandi kjötsúpa og eldbakaðir klattar með smjöri. Þá var ýmis konar handverk til sölu og auðvitað voru Ullarvinnslan og Gallery Flói með opið.

Handverkið var í hávegum haft á hátíðinni. Halldóra Óskarsdóttir litaði m.a. ull upp á gamla mátann með jurtum í potti. Helga Sif Sveinbjarnardóttir var í fullum víkingaskrúða og sýndi gestum og gangandi landnámshænurnar sínar en þær eru þekktar að því að vera sérstaklega spakar.

Ofninn úr leir og hrossataði
Fanndís Huld hjá Gallery flóa gerði sér lítið fyrir og vann glerperlur sínar upp á gamla mátann. Hún kveikti upp í brennsluofni sem er eftirmynd þeirra sem voru til á víkingatíma. Fanndís sagði gestum frá því að líklega hefðu listamenn á víkingatíma verið farandlistafólk sem útbjó sér nýjan ofn á hverjum stað. Það var ekki annað að sjá en að ofninn skilaði auðveldlega blússandi hitanum sem þarf til að móta perlurnar.