-0.5 C
Selfoss

Aron Emil og Heiðrún Anna keppa á Evrópumóti landsliða í golfi

Vinsælast

Aron Emil Gunnarsson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss keppa í næstu viku á Evrópumóti landsliða í golfi. Aron keppir í Frakklandi með piltalandsliðinu og Heiðrún með kvennalandsliðinu á Ítalíu.

Gregor Brodie, afreksstjóri Golfsambands Íslands, og Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri, hafa tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands sem taka þátt á Evrópumeistaramótinu í liðakeppni. Alls völdu þeir leikmenn í fjögur landslið sem taka þátt fyrir Íslands hönd á EM. Öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og keppa í efstu deild. Mótin fara fram á sama tíma, þ.e. 9.–13. júlí nk.

Karlalandslið Íslands skipa: Aron Snær Júlíusson, GKG, Birgir Björn Magnússon, GK, Bjarki Pétursson, GKB, Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Rúnar Arnórsson, GK. Karlandsliðið keppir á EM 9.-13. júlí í Svíþjóð:
Kvennalandslið Íslands skipa: Andrea Bergsdóttir, GKG , Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, Helga Kristín Einarsdóttir, GK, Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Saga Traustadóttir, GR. Kvennalandsliðið keppir á EM, 9.–13. júlí á Ítalíu:
Piltalandslið Íslands skipa: Aron Emil Gunnarsson, GOS, Böðvar Bragi Pálsson, GR, Kristófer Karl Karlsson, GM , Kristófer Tjörvi Einarsson, GV, Jón Gunnarsson, GKG  og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR. *Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, gaf ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Piltalandsliðið keppir á EM, 9.–13. júlí í Frakklandi:
Stúlknalandslið Íslands skipa: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, Árný Eik Dagsdóttir, GKG, Ásdís Valtýsdóttir, GR, Eva María Gestsdóttir, GKG, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR. Stúlknalandsliðið keppir á EM, 9.-13. júlí á Spáni:

Vegna þátttöku sinnar á Evrópumótinu keppa þau Aron Emil og Heiðrún Anna ekki í Meistaramóti GOS í ár.

Nýjar fréttir