-6.6 C
Selfoss

Umferðarslys vestan við Landeyjarhafnarveg

Vinsælast

Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi, rétt vestan við Landeyjarhafnarveg laust fyrir klukkan 11 þar sem rúta og fólksbifreið skullu saman. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Rangárvallasýslu þurftu að beita klippum til að ná ökumanni fólksbifreiðarinnar út. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar voru fluttir af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki er talið að um lífshættulega áverka sé að ræða. Bílstjóri og farþegar rútunnar sluppu án meiðsla. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssing og nýtur hún aðstoðar tæknideildar. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Suðurlandsvegur er lokaður og verður það eitthvað áfram. Ökumönnum er bent á hjáleið um Landeyjarhafnarveg / Bakkaveg.

Nýjar fréttir