-6.6 C
Selfoss

Riverside café & bistro á Hótel Selfossi

Vinsælast

Kaffihúsið Riverside café & bistro á Selfossi opnaði dyr sínar fyrir viðskiptavinum í gær. „Við leggjum mikið upp úr því að fólk geti komið hingað inn í rólegt og afslappað umhverfi. Markmiðið er að vera fjölskylduvænn staður þar sem hægt er að fá gott kaffi, bakkelsi eða samlokur á hófstilltu verði. Við erum m.a. með góðan barnamatseðil þar sem drykkur og eftirrréttur er innifalinn.  Í hádeginu verðum við með súpu dagsins og brauð. Á matseðlinum má líka finna stærri máltíðir eins og hamborgara og humarbrauð sem dæmi. Þá leggjum við upp úr því að bjóða upp á veganmáltíðir fyrir þá sem það kjósa, en allur maturinn er lagaður á staðnum af kokkunum í eldhúsi hótelsins,“ segir Sunna Mjöll Caird, rekstrarstjóri.

Möguleiki á að koma við og taka með

„Við bjóðum upp á gott kaffi á staðnum. Ef fólk er á ferð og flugi er sjálfsagt mál að koma við og grípa með sér heitt kaffi eða kaffidrykk og jafnvel eitthvað með því.“ Aðspurð hvort áfram verði sýnt frá íþróttakappleikjum segir Sunna Mjöll: „Við munum sýna frá völdum viðburðum og hægt verður að fylgjast með þeim hér en það verður með hófstilltari nótum og róleg stemning yfir öllu. Það er auðvitað hægt að koma og fá sér kaldan bjór af krana eða hvítvínsglas, en það er ekki hægt að segja að það verði einhver barstemning hér enda viljum við laða til okkar fjölskyldufólk í rólegt og afslappað umhverfi,“ segir Sunna Mjöll að lokum.

 

 

 

Nýjar fréttir