-5.2 C
Selfoss

Lifandi tónlist á Kaffi krús í kvöld

Vinsælast

„Okkur á Kaffi krús finnst aðeins vera gat í menningunni á Selfossi. Við ætlum því að prufa að vera með lifandi tónlist í tjaldinu fyrir matargesti okkar og sjá hvernig tekst til.
Við ætlum að byrja núna um helgina. Sibbi Dagbjarts mun spila á gítarinn sinn í kvöld klukkan tíu til ellefu og svo líka föstudag og laugardag á sama tíma. Við vonumst til að sjá sem flesta og allir eru að sjálfsögðu velkomnir,“ segir Tómas Þóroddsson á veitingamaður Kaffi krús.

Nú er um að gera fyrir þá sem vilja fá sér gott að borða og njóta góðrar tónlistar í leiðinni að skella sér á Krúsina í kvöld eða um helgina.

Nýjar fréttir