Guðni Ágústsson fer árlega í Þingvallagöngu og segir frá fornum köppum sögualdar. Fimmtudagskvöldið 4. júlí nk. verður hann ásamt fríðu föruneyti á Þingvöllum og fjallar um Egil Skallagrímsson. Guðni segist búast við að loksins dreifi Egill silfri sínu yfir þingheim.
Gangan hefst við Hakið kl. 20:00. Þaðan verður gengið að Lögbergi hinu forna og svo að Þingvallakirkju þar sem fólk þiggur veitingar í göngulok. Karlakór Kjalnesinga stýrir söng á milli atriða. Ragnar Önundarson mun í lokin svara spurningunni: „Var höfundur Eglu platónisti?“
Um þessar mundir endursýnir Hringbraut þátt þeirra Guðna og Óttars Guðmundssonar frá því í fyrra um Gissur Þorvaldsson Jarl „Var Gissur gull eða grjót.“