3.9 C
Selfoss

Hjólbörum stolið við Nesjavallaleið

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi auglýsir eftir hjólbörum sem stolið var um liðna helgi. Börurnar eru  bensínknúnar og var stolið frá útsýnispallinum á Nesjavallaleið, ofan við Nesjavelli. Hjólbörurnar eru af gerðinni Muck Truck og eru appelsínugular að lit.

Þeir sem hafa orðið varir við verknaðinn eða telja sig hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000, í skilaboðum á Facebook síð Lögreglunnar á Suðurlandi eða með tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is.

 

Nýjar fréttir