-6.6 C
Selfoss

Ljósleiðarinn í dreifbýli Árborgar

Vinsælast

Gagnaveita Reykjavíkur mun á næstu misserum leggja Ljósleiðarann í dreifbýli Árborgar. Samningur þessa efnis var nýlega undirritaður af Erling Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, og Auði Guðmundsdóttur, deildarstjóra framkvæmda og þjónustu í Árborg.

Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2020. Verkið verður unnið í tveimur áföngum. Byrjað verður á fyrri áfanganum strax í ár og þá verða um 40 heimili suður af Selfossi tengd. Síðari áfanganum verður lokið á næsta ári og nær til um 20 heimila sem standa nær Stokkseyri og Eyrarbakka.

Framhald á fyrra samstarfi
Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við að tengja Ljósleiðarann í þéttbýlinu á Selfossi í samræmi við viljayfirlýsingu þess efnis frá því í fyrravor. Stefnt er að því að um 60% heimila á Selfossi eigi kost á þjónustu um Ljósleiðarann í lok þessa árs og að öll heimili í Árborg verði tengd fyrir lok árs 2021.

Eitt gíg í boði
Öllum heimilum í Árborg mun standa til boða Eitt gíg gæðasamband Ljósleiðarans, sem gefur kost á 1.000 megabitum bæði til og frá heimili. Það er öflugasta nettenging sem býðst á almennum markaði hér á landi og þó víðar væri leitað.

Flest stærstu fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um Ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Vodafone, Nova, 365, Hringdu og Hringiðunnar.

 

Nýjar fréttir