3.9 C
Selfoss
Home Fréttir Sumarlestur barna mikilvægur

Sumarlestur barna mikilvægur

0
Sumarlestur barna mikilvægur
Alltaf er notalegt að tilla sér niður á bókasafninu og kíkja í góða bók.

Starfsfólk skóla og skólaþjónustu í Árborg hafa bent á mikilvægi þess að lesa í sumarfríinu. Rannsóknir sýna að sumarfrí nemenda getur haft í för með sér ákveðna afturför í námi því fyrri þekking og færni gleymist sé henni ekki haldið við. Hvað lestrarfærni varðar getur þessi afturför numið einum til þremur mánuðum á hverju sumri og hjá barni í 6. bekk, sem aldrei hefur lesið yfir sumartímann, getur uppsöfnuð afturför numið einu og hálfu skólaári. Yngstu lesendurnir, nemendur í 1.-4. bekk, eru sérstaklega viðkvæmir fyrir sumaráhrifum en börn sem glíma við lestrarerfiðleika, búa við litla lestrarmenningu heima fyrir eða eiga annað móðurmál en íslensku, eru einnig í áhættuhópi. Börn eru mjög dugleg að viðhalda færni sinni og taka framförum hratt. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir afturför nægir að lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn.

Vakin er athygli á sumlestri í bókasafni Árborgar (http://bokasafn.arborg.is/). Þá er einnig gott er að styðjast við sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar en það inniheldur 31 skemmtilega leið að lestri. Einnig hafa dagatölin verið gefin út á ensku og pólsku.

Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar.