-6 C
Selfoss

Fjórir laxar veiddust í Ölfusá á fyrsta degi

Vinsælast

Veiði í Ölfusá hófst mánudaginn 24. júní sl. er Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, tók fyrstu köstin. Hann setti í tvo laxa en missti báða.

Viktor Óskarsson með fallega hrygnu sem hann veiddi í Ölfusá. Mynd: ÖG.

Viktor Óskarsson náði fyrsta laxinum sem var 4 punda hrygna, hún tók túpu sem heitir Grýla. Nokkurt líf var í ánni fyrsta daginn og náðust fjórir laxar á land þann daginn, sem telst nokkuð gott á fyrsta degi.

Tvö veiðisvæði eru í Ölfusá, annað fyrir neðan brú og hitt fyrir ofan brú. Veitt er frá kl. 07 á morgnana til kl. 13 eftir hádegi og svo frá kl. 16 til kl. 22 á kvöldin. Veiðitímabilið stendur oftast fram í september.

Nýjar fréttir