2.8 C
Selfoss

Forsetar við Sólheimajökul

Vinsælast

Þann 13. júní sl. fylgdu átta nem­endur úr 7.–10. bekk Hvolsskóla, forseta Þýskalands, hr. Frank-Walter Steinmeier og forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni, að Sólheimajökli. Þeim til fylgdar voru Jón Stefáns­son verkefnastjóri Grænfánans sem leitt hefur þetta verkefni og Birna Sigurðardóttir skólastjóri Hvolsskóla.

Forsetarnir og fylgdarlið skoð­uðu eldfjallasýninguna á LAVA og síðan kynntu krakk­arnir fyr­ir þeim verkefni sem hef­ur verið í gangi í 9 ár. Verk­efnið snýst um að mæla hop Sól­heimajökuls. Mæl­ing­in sem tek­in var haustið 2018 sýndi að jökullinn hefði hop­­að um 379 metra síðan haustið 2010. Krakkarnir röltu með hópinn að rótum jökulsins, sögðu frá og svöruðu spurningum, bæði for­set­anna og fjölmiðla.

Nýjar fréttir