-4.1 C
Selfoss

Talmeinafræðingur ráðinn við grunn- og leikskóla í Þorlákshöfn

Vinsælast

Fyrir bæjarráði Ölfus lá 12. júní sl. erindi skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn og leikskólastjóra Bergheima þar sem óskað var eftir heimild til auglýsa 50% stöðu talmeinafræðings hjá sveitafélaginu frá 1. september 2019.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að staðan verði auglýst svo fremi sem kostnaður vegna hennar rúmist innan fjárhagsáætlunar. Þá óskaði bæjarráð eftir minnisblaði frá sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs vegna framvindu þessara mála.

Fyrir bæjarráði lá einnig erindi frá leikskólastjóra Leikskólans Bergheima þar sem óskað var eftir heimild til að bæta við einu stöðugildi frá 14. ágúst nk. vegna fjölgunar barna á leikskólanum samhliða fjölgun íbúa í sveitarfélaginu almennt. Bæjarráð lýsti yfir ánægju með að börnum sé að fjölga í sveitarfélaginu og fól sviðstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að vinna með leikskólastjóra að viðbrögðum þar að lútandi.

Nýjar fréttir