-1.4 C
Selfoss

Hljómsveitin Klassart á Menningarveislu Sólheima

Vinsælast

Hljómsveitin Klassart mun heimsækja Menningarveislu Sólheima nk. laugardag. Klassart var stofnuð árið 2006 af systkinunum Smára Guðmundssyni og Fríðu Dís Guðmundsdóttur. Hljómsveitin hefur gefið út þrjár breiðskífur og má lýsa tónlistin þeirra sem kántrí- og blússkotin popptónlist. Áætluð er útgáfa laga við kvæði Hallgríms Pétursonar haustið 2019.

Tónleikar Klassart fara fram í Sólheimakirkju laugardaginn, 22. júní og hefjast að vanda kl. 14:00. Í leiðinni er upplagt að líta við í Versluninni Völu og á Kaffihúsinu Grænu könnunni. þar er boðið upp á ýmis konar bakkelsi, heitan mat, súpur og lífrænt kaffi sem brennt er á staðnum. Einnig er hægt að fá lífræn léttvín og bjór í kaffihúsinu.

Nýjar fréttir